Heim » Skilmálar

Skilmálar

Vörur
Velkomin á heimasíðuna mbutik.is sem er opin allan sólarhringinn alla daga ársins.

Kynnt þú þér vel eftirfarandi skilmála um greiðslur, skilarétt, verð og afhendingu.

Verð, skattar og gjöld
Öll verð í netverslun eru í íslenskum krónum með virðisaukaskatti. Virðisaukaskattur er 24% á vörum. Vinsamlegast athugið að verð í netverslun geta breyst án fyrirvara.

Verð er birt með fyrirvara um prentvillur og áskilja M Butik sér rétt til að ljúka ekki viðskiptunum ef rangt verð hefur verið gefið upp. Við látum viðskiptavini vita ef vara sem hefur verið pöntuð er ekki til á lager og bjóðumst til að senda hana um leið og hún kemur aftur á lager.
Ef vara er ekki til á lager til lengri tíma mun M Butik endurgreiða viðskiptavini pöntunina að fullu hafi greiðsla farið fram.

Sendingarmöguleikar og kostnaður
Hægt er að fá vöruna senda gegn gjaldi. Íslandspóstur sér um að senda vörurnar og fer sendingargjald eftir verðskrá þeirra. Sendingarkostnaður bætist við verð vöru í lok kaupferils og áður en greiðsla fer fram.

Af öllum pöntunum dreift af Íslandspósti gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar.

Afhendingartími
Afhendingartími er miðaður við 2–7 virka daga innalands og 7-21 daga erlendis, eftir að pöntun berst og greiðsla hefur átt sér stað.

Hægt er að sækja vörur eða fá þær sendar heim. Vörur fara yfirleitt á pósthús innan 2-3 sólarhringa frá því að pantað er nema um sérpantanir eru að ræða.
Hægt er að sækja hjá okkur í Gnoðarvog 68. Best að hringja samt á undan í síma 7722842.

Skilafrestur og endurgreiðsla
Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt. Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegum óskemmdum umbúðum. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er varan endurgreidd. Ef meira en 14 dagar eru frá vörukaupum getur kaupandi skipt vörunni fyrir aðra vöru eða fengið inneignarnótu. Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur. 

Gölluð vara
Komi upp galli í vöru er viðskiptavinum boðin ný vara í staðinn og greiðum við allan sendingakostnað sem um ræðir, eða endurgreiðum sé þess krafist. Að öðru leiti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr.46/2000 og laga um neytendakaup.

Öryggi
Það er öruggt að versla í netverslun M Butik. Greiðslur með greiðslukortum fara í gegnum örugga greiðslusíðu korta.is sem M Butik hefur gert samning við. Farið er með öll gögn og upplýsingar sem trúnaðarmál.

Persónuupplýsingar
M Butik mun aðeins nota persónuupplýsingar viðskiptavina netverslunar í tilgangi sem samrýmist þeim sem var upphaflega fyrir söfnun þeirra. Dæmi um slíkan tilgang er:

  • Til að hægt sé að skrá nýjan viðskiptavin
  • Til að afgreiða og senda pantanir til viðskiptavina
  • Vegna framkvæmdar á viðskiptasambandi við viðskiptavini
  • Til að bæta netverslun, vöru/þjónustu, markaðssetningu og viðskiptasamband
  • Til að bjóða viðskiptavinum vöru eða þjónustu sem gæti höfðað til þeirra

M Butik miðlar eingögnu persónuupplýsingum til þriðja aðila í þeim tilfellum þar sem það er nauðsynlegt til að afhenda þá vöru eða þjónustu sem keypt var. Til dæmis svo póstsendingar komist til skila.

mbutik.is notar vafrakökur til að auka notendaupplifun, og til að styðja við frekari þróun síðunnar. Notendur sem vilja kom í veg fyrir vafrakökur, geta breytt vafrakökustillingum í sínum varfa (browser).

Ef þú vilt að þínum persónuupplýsingum sé eytt, sendu þá formlega beiðni á [email protected] og við afgreiðum beiðnina eins fljótt og auðið er.

Greiðsluform
Í netverslun M Butik er boðið upp á að greiða með greiðslukorti eða debetkorti í gegnum örugga greiðslugátt Korta.is. Netverslunin samþykkir Visa, MasterCard, Electron og Maestro greiðslukort.

Upplýsingar um seljanda

M Butik er vefverslun sem selur hönnunarvörur ásamt öðrum vörum. Vefverslunin er rekin af Þórunn Hulda Vigfúsdóttir. Vefverslunin mbutik.is fór í loftið 2021 en fyrirtækið hefur verið starfandi síðan árið 2014.

Kt. 501014-1090

Netfang: [email protected]

Gnoðarvogur 68, 104 Reykjavík.

Símanúmer: 7722842

Vefsíða:  mbutik.is

Vsk nr: 118783

Varnarþing
Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Skilmálar þessir gilda frá febrúar 2021.

Trúnaður
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin.