Heim » Verslun » SANÖ heilræðakubbadagatal
, ,

SANÖ heilræðakubbadagatal

4.750kr.

Ekki til á lager

SANÖ heilræðakubbadagatalið inniheldur 365 heilræði eða eitt heilræði fyrir hvern dag.

Yfir 200 ný heilræði og tveir bakgrunnar, annar hannaður af IHANNA Home og hinn klassískur svartur. Dagatalið kemur í fallegum kassa.

SANÖ heilræðakubburinn kemur í heilu lagi og hægt er að festa hann á öðru hvoru megin á bakgrunninn. Aftan á kubbnum eru járnfestingar sem er stungið í gat í miðju bakgrunnsspjaldsins. Járnið er síðan beygt aftur til að kubburinn haldist fastur á spjaldinu. Ekki er ráðlagt að beygja járnið oftar en þrisvar sinnum því hætt er við að það brotni.

SANÖ heilræðakubbadagatalið er íslensk hönnun og framleitt á Íslandi undir umhverfismerki svansins.